Samverur eldri borgara

Samverur eldri borgara

Hvern miðvikudag frá septemberbyrjun og fram til maíloka eru samverur fyrir eldri borgara í Grensáskirkju. Þær hefjast með söng og hugvekju. Síðan er boðið er upp á fræðsluefni og léttar kaffiveitingar. Samverurnar standa yfir frá kl. 14-15.30. Fyrsta miðvikudag mánaðarins er að jafnaði spilað bingó og síðasta miðvikudag mánaðarins er síðdegissamvera kl. 17.30-19 sem auglýst er sérstaklega hverju sinni.