Starfsfólk

Starfsfólk

Mikill fjöldi fólks kemur að daglegu starfi Grensássafnaðar. Sóknarnefndarfólk, kórfélagar og sjálfboðaliðar eru mikilvægur hluti þess fólks. Þá eru auk þeirra nokkrir launaðir starfsmenn sem annast daglegt starf í kirkjunni, þau eru:

Séra Pálmi Matthíasson
palmi@kirkja.is

Séra Pálmi er sóknarprestur Fossvogsprestakalls. Hann varð sóknarprestur í Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastdæmi 1977-81, sóknarprestur í Glerárprestakalli á Akureyri 1981-89 og var sóknarprestur í Bústaðaprestakalli frá 1989-2019.

Séra María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
maria@kirkja.is

Séra María vígðist til prestsþjónustu við Dómkirkjuna í Reykjavík og starfaði þar í fjögur ár sem barna- og æskulýðsprestur. Hún hefur þjónað innan Reykjavíkurprófastsdæmis vestra alla starfsævina, lengst sem héraðsprestur og hluti þjónustuteymis presta og djákna í Hallgrímskirkju, en einnig í afleysingum og vistaskiptum á Landspítalanum, í Háteigskirkju og á Biskupsstofu.

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir
eva@kirkja.is

Séra Eva hefur starfað sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og sem prestur í Keflavíkurkirkju. Hún er með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla Íslands en útstkrifaðist með Cand. Theol próf árið 2013. Hún hefur verið virk í barna- og æskulýðsstarfi, verið framkvæmdarstjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar og formaður

Ásta Haraldsdóttir
astahar@internet.is

Organisti Grensáskirkju

Daníel Ágúst Gautason
daniel@kirkja.is

Daníel er æskulýðsdjákni Grensáskirkju.

Þuríður Guðnadóttir
thuragu@simnet

Þuríður Guðnadóttir annast kirkjuvörslu og þrif. Hún er leikskólakennari að mennt og hefur tekið þátt í starfi Grensáskirkju um árabil, m.a. í sunnudagaskólastarfi og var um tíma í sóknarnefnd. Þuríður er virk í starfi Knattspyrnufélagsins FRAM og kemur víða við í félagsstörfum í sókninni.